Erlent

Með teikningar af lestarstöð í NY

Hryðjuverkamennirnir sem gerðu árásirnar í Madríd í mars á síðasta ári voru með nákvæmar teikningar af Grand Central Station lestarstöðinni í New York í fórum sínum. Spænska dagblaðið el Mundo greinir frá þessu í dag. Þar segir að spænska lögreglan hafi fundið teikningar og tölvudiska skömmu eftir árásirnar í Madríd sem bendi til þess að hópurinn hafi lagt á ráðin um árásir í New York. Bandaríska alríkislögreglan FBI og leyniþjónustan CIA fengu þó ekki veður af þessu fyrr en í desember þegar spænska lögreglan áttaði sig á því hversu umfangsmiklar og nákvæmar upplýsingarnar voru. Sjötíu manns hafa verið handteknir í tengslum við rannsókn hryðjuverkanna í Madríd og þar af er um helmingur enn í haldi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×