Erlent

Ritsjóri The Sun fangelsuð vegna líkamsárásar

Hjónin á góðri stund
Hjónin á góðri stund MYND/AP

Ritstjóri dagblaðsins The Sun í Bretlandi, Rebekah Wade, var handtekin í morgun vegna árásar á eiginmann sinn, leikarann, Ross Kemp. Málsatvik voru þau að lögreglan var kölluð að heimili þeirra vegna óláta og þegar komið var á staðinn stórsá á eiginmanni hennar og var hann meðal annars skorinn í andliti.

Samkvæmt fréttum The Guardian sást síðast til þeirra þar sem þau sátu að snæðingi með Blunkett sem lét af störfum sem atvinnumálaráðherra Bretlands í gær. Breska lögreglan hefur nú sleppt ritstjóranum og málið verður ekki rannsakað frekar þar sem eiginmaður hennar hyggst ekki kæra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×