Erlent

Réttarhöld yfir meintum hryðjuverkamönnum hefjast í Belgíu

Komið með hina grunuð hryðjuverkamenn til réttarhaldanna í Belgíu í dag.
Komið með hina grunuð hryðjuverkamenn til réttarhaldanna í Belgíu í dag. MYND/AP

Réttarhöld hófust í Belgíu í dag yfir þrettán mönnum sem taldir eru tilheyra hryðjuverkahópi sem sakaður er um að hafa staðið á bak við hryðjuverkaárásir á lestarstöðvum í Madríd í fyrra þar sem hátt í 200 manns létust. Átta mannanna komu fyrir réttinn í Brussel í dag og er öryggisgæsla mikil við þau enda um að ræða eitt af stærstu hryðjuverkaréttarhöldum í Evrópu til þessa.

Mennirnir eru sagðir tilheyra Íslamska baráttuhópnum, marokkóskum hóp sem Bandaríkjamenn telja bera ábyrgð á árásunum á Spáni í mars í fyrra og einnig árás í Casablanca árið 2003 sem varð 45 manns að aldurtila. Verði mennirnir þrettán sakfelldir eiga þeir yfir höfði sér fimm til tíu ára fangelsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×