Erlent

30 féllu og 150 særðust í Addis Ababa

Hlúð að manni sem særðist í átökunum.
Hlúð að manni sem særðist í átökunum. MYND/AP

Að minnsta kosti þrjátíu manns féllu og um 150 særðust í átökum lögreglu og stjórnarandstæðinga í Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu, í gær. Þingkosningar fóru fram í landinu í maí og eru stjórnarliðar í Lýðræðis- og byltingarfylkingu eþíópísku þjóðarinnar sakaðir um að hafa haldið völdum með kosningasvindli. Íslenskir kristniboðar eru að störfum í Addis Ababa. Öryggi þeirra er þó ekki ógnað þar sem þeir fylgja öryggisleiðbeiningum norrænu sendiráðanna í borginni og eru ekki á ferðinni á meðan ástandið er ótryggt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×