Erlent

Á annan tug fórst í árás

Frá Kirkuk. Einn fórst í bílsprengjuárás í borginni í gær.
Frá Kirkuk. Einn fórst í bílsprengjuárás í borginni í gær.

Talið er að í það minnsta tuttugu manns hafi beðið bana og sextíu særst í sjálfsmorðs­árás í bænum Musayyib í Suður-Írak í gær. Einn fórst í bílsprengjuárás í Kirkuk norðar í landinu.

Árásin í Musayyib var gerð á markaðstorgi við sjíamosku en á torginu var múgur og margmenni að kaupa í matinn. Fyrr á árinu dóu yfir hundrað manns í svipaðri árás á sama stað en þá sprakk olíubíll í loft upp. Þá fórust fimm bandarískir hermenn í Írak í gær, þrír þegar jarðsprengja sprakk undir bíl ­þeirra og tveir í þyrluslysi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×