Erlent

Ákærður fyrir skopmyndateikningu

Réttarhöld hófust í gær yfir Erdil Yasaroglu, eiganda vikublaðsins Penguen, en hann hefur verið ákærður fyrir að birta skopmyndir af Recep Tayyip Erdogan forsætisráðherra. Á teikningunum var Erdogan sýndur í líki ýmissa dýra, svo sem frosks, apa og fíls. Þetta er í annað skipti á þessu ári sem forsætisráðherrann fer í mál við þá sem birta af honum skopmyndir en í febrúar stefndi hann teiknara sem hafði teiknað hann sem kött flæktan í garnhnykil. Mörgum finnst skjóta skökku við að Erdogan bregðist svona við því eitt sinn sat hann sjálfur í fangelsi fyrir að lesa upp ádeiluljóð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×