Erlent

Óvarkárni og reynsluleysi orsökin

Nú er talið að 77 hafi týnt lífi í lestarslysinu í Japan í fyrradag. Ljóst þykir að óvarkárni og reynsluleysi lestarstjórans hafi valdið slysinu. Tveimur mönnum var bjargað úr flaki lestarinnar í gærmorgun en ekki er búist að fleiri sé þar að finna á lífi. Enn á eftir að ná 14-15 líkum út úr flakinu. Hiroki Hayashi, nítján ára, þurfti að dúsa í rúman sólarhring í bílflaki sem lestin ók á. "Ég finn til, ég get þetta ekki lengur," sagði hann í símtali við móður sína nokkrum mínútum eftir slysið. Lögregluyfirvöld réðust til inngöngu á skrifstofur lestarfyrirtækisins í gær í leit að vísbendingum um að vanræksla hefði átt sér stað. Flest virðist hins vegar benda til þess að óvarkárni og reynsluleysi hins 23 ára gamla lestarstjóra hafi valdið slysinu. Í ógáti sleppti maðurinn einni biðstöð og varð að snúa við. Því seinkaði lestinni og til að sleppa við áminningu ók lestarstjórinn ungi á ofsahraða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×