Erlent

Lestin reyndist á of miklum hraða

Komið er á daginn að lestinni sem fór út af sporinu skammt frá Osaka í Japan í gærmorgun var ekið allt of hratt þegar slysið varð. Hún var á 100 kílómetra hraða þegar hún þeyttist af sporinu en mátti aðeins vera á 70 kílómetra hraða á þessum stað. Björgunarsveitarmenn náðu í morgun þremur mönnum á lífi undan braki lestarinnar og í nótt fundust sextán lík í brakinu. Er því ljóst að meira en 70 manns fórust í slysinu. Þá eru fjölmargir þeirra sem slösuðust enn í lífshættu. Lestarstjórinn er einn þeirra sem komust af en hann er horfinn og er hans nú ákaft leitað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×