Áfall fyrir Blair 6. maí 2005 00:01 Úrslit þingkosninganna í nótt eru nokkuð áfall fyrir Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands. Þetta er í fyrsta skipti í sögunni sem það gerist að breski Verkamannaflokkurinn vinnur þrjár kosningar í röð en flokkurinn tapaði engu að síður miklu fylgi og mörgum þingmönnum. Þetta er ekki alveg sú afmælisgjöf sem Tony Blair hafði óskað sér frá bresku þjóðinni í dag, á fimmtugasta og öðrum afmælisdegi sínum. Fólk var varla vaknað í Bretlandi í morgun þegar samflokksmenn Blairs byrjuðu að koma fram í sjónvarpi og krefjast þess, í ljósi úrslitanna, að hann hætti sem forsætisráðherra og Gordon Brown fjármálaráðherra taki við stjórnartaumunum. Flokkurinn hlaut 36% atkvæða, sex prósentum minna en síðast og aðeins þremur prósentum meira en Íhaldsflokkurinn sem fékk 33% atkvæða og stendur í stað frá síðustu kosningum. Frjálslyndir demókratar bættu hins vegar við sig fjórum prósentum og fengu atkvæði tuttugu og þriggja prósenta Breta. Vegna breska kosningakerfisins, einmenningskjördæmanna, þá fá flokkarnir ekki þingmenn í samræmi við prósentuhlutfall sitt á landsvísu. Af því leiðir að Verkamannaflokkurinn er með mun fleiri þingmenn en Íhaldsflokkurinn og heldur um 64 sæta meirihluta. Í sögulegu samhengi eru úrslitin bara nokkuð góðar fréttir fyrir Verkamannaflokkinn sem aldrei áður hefur farið með völdin í Bretlandi þrjú kjörtímabil í röð. Hins vegar er þessi litli meirihluti áfall. Flokkurinn var með 161 sæta meirihluta síðasta kjörtímabil og var í aðdraganda kosninganna spáð um hundrað sæta meirihluta. 64 sæta meirihluti er á mörkum þess að vera ásættanlegur fyrir flokkinn sem að jafnaði þarf að glíma við um fimmtíu þingmenn innan eigin raða sem ekki kjósa eftir flokkslínunni. Þetta þýðir að Blair mun eiga erfitt með að koma stefnumálum sínum í gegnum breska þingið. Þetta þýðir einnig að þess verður ekki lengi að bíða að Blair standi upp úr forsætisráðherrastólnum og víki fyrir Gordon Brown. Hefði kosningasigur Blairs orðið meira afgerandi hefði honum verið stætt á því að sitja, jafnvel út þetta kjörtímabil. En vegna þessara úrslita, þó söguleg séu, þá eru pólitískir dagar Tony Blairs brátt taldir. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Sjá meira
Úrslit þingkosninganna í nótt eru nokkuð áfall fyrir Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands. Þetta er í fyrsta skipti í sögunni sem það gerist að breski Verkamannaflokkurinn vinnur þrjár kosningar í röð en flokkurinn tapaði engu að síður miklu fylgi og mörgum þingmönnum. Þetta er ekki alveg sú afmælisgjöf sem Tony Blair hafði óskað sér frá bresku þjóðinni í dag, á fimmtugasta og öðrum afmælisdegi sínum. Fólk var varla vaknað í Bretlandi í morgun þegar samflokksmenn Blairs byrjuðu að koma fram í sjónvarpi og krefjast þess, í ljósi úrslitanna, að hann hætti sem forsætisráðherra og Gordon Brown fjármálaráðherra taki við stjórnartaumunum. Flokkurinn hlaut 36% atkvæða, sex prósentum minna en síðast og aðeins þremur prósentum meira en Íhaldsflokkurinn sem fékk 33% atkvæða og stendur í stað frá síðustu kosningum. Frjálslyndir demókratar bættu hins vegar við sig fjórum prósentum og fengu atkvæði tuttugu og þriggja prósenta Breta. Vegna breska kosningakerfisins, einmenningskjördæmanna, þá fá flokkarnir ekki þingmenn í samræmi við prósentuhlutfall sitt á landsvísu. Af því leiðir að Verkamannaflokkurinn er með mun fleiri þingmenn en Íhaldsflokkurinn og heldur um 64 sæta meirihluta. Í sögulegu samhengi eru úrslitin bara nokkuð góðar fréttir fyrir Verkamannaflokkinn sem aldrei áður hefur farið með völdin í Bretlandi þrjú kjörtímabil í röð. Hins vegar er þessi litli meirihluti áfall. Flokkurinn var með 161 sæta meirihluta síðasta kjörtímabil og var í aðdraganda kosninganna spáð um hundrað sæta meirihluta. 64 sæta meirihluti er á mörkum þess að vera ásættanlegur fyrir flokkinn sem að jafnaði þarf að glíma við um fimmtíu þingmenn innan eigin raða sem ekki kjósa eftir flokkslínunni. Þetta þýðir að Blair mun eiga erfitt með að koma stefnumálum sínum í gegnum breska þingið. Þetta þýðir einnig að þess verður ekki lengi að bíða að Blair standi upp úr forsætisráðherrastólnum og víki fyrir Gordon Brown. Hefði kosningasigur Blairs orðið meira afgerandi hefði honum verið stætt á því að sitja, jafnvel út þetta kjörtímabil. En vegna þessara úrslita, þó söguleg séu, þá eru pólitískir dagar Tony Blairs brátt taldir.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Sjá meira