Erlent

Sprenging í Sómalíu

Sjö létust í sprengingu á knattspyrnuvelli í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu í gær. Ali Muhamed Gedi forsætisráðherra landsins var þar viðstaddur hátíðarhöld en ríkisstjórn landsins hefur verið í útlegð í Kenýa síðan hún var mynduð árið 2004. Ekki er ljóst hvort um tilræði var að ræða en Gedi heldur því staðfastlega fram að þetta hafi einungis verið slys. Sprengingin varð einungis um 10 metrum frá Gedi en hann slapp ómeiddur. Tugir slösuðust í troðningi og ringulreið sem skapaðist í kjölfar sprengingunnar. Á næstu dögum verður rannsakað hvað olli sprengingunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×