Eradze segist heppinn 15. febrúar 2005 00:01 Roland Valur Eradze var dæmdur í tímabundið leikbann vegna óíþróttamannslegrar hegðunar í leik ÍBV og ÍR. Það kemur verulega á óvart að Roland segir bannið of vægt og að hann sé í raun heppinn að sleppa svona vel. Upp úr sauð í leik ÍR og ÍBV í undanúrslitum SS-bikarsins um síðustu helgi. Landsliðsmarkverðinum Rolandi Val Eradze ofbauð frammistaða dómara leiksins, missti algjörlega stjórn á skapi sínu, þrumaði boltanum upp í loft og fékk fyrir vikið beint rautt spjald. Þá sveiflaði hann hendinni í átt að Gísla Jóhannssyni dómara og þegar hann var teymdur á brott hrækti hann í átt að Gísla. Aganefnd HSÍ tók málið fyrir í gær og eftir langa yfirlegu dæmdu þeir Roland í tímabundið bann frá 17. febrúar til 7. mars. Þetta tímabundna bann jafngildir þriggja leikja banni því Roland getur leikið með ÍBV gegn Þór í kvöld en missir af leikjum gegn KA, HK og Haukum. "Þetta er bara þriggja leikja bann þannig að ég get ekki kvartað," sagði Roland nánast hlæjandi í samtali við Fréttablaðið í gær en hann vandar dómurum leiksins ekki kveðjurnar. "Hegðun mín í leiknum var mjög slæm og langt frá því að vera til fyrirmyndar. Ástæðan fyrir þessari hegðun var sú að dómararnir voru skelfilegir og allir dómar féllu ÍR í hag. Ég fékk bara nóg af þessari vitleysu á endanum og sprakk. Það er ekki boðlegt að hafa svona lélega dómara í svona mikilvægum leik." Þeir voru margir sem áttu von á því að Roland myndi fá mjög þungan dóm og Roland sjálfur var einn þeirra. Hann segir dóm aganefndar vera mjög furðulegan. "Þessi dómur kemur mér verulega á óvart. Ég átti von á því að fá mun þyngri dóm þar sem ég missti algjörlega stjórn á mér. Ég get ekki neitað því að mér finnst ég hafa verið heppinn því ég slepp furðuvel frá þessu máli," sagði Roland Valur Eradze. Íslenski handboltinn Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Valur - Blomberg-Lippe | Elín Rósa og Díana mæta á gamla heimavöllinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Átta bestu mætast eftir magnað kvöld á Bullseye Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Sjá meira
Roland Valur Eradze var dæmdur í tímabundið leikbann vegna óíþróttamannslegrar hegðunar í leik ÍBV og ÍR. Það kemur verulega á óvart að Roland segir bannið of vægt og að hann sé í raun heppinn að sleppa svona vel. Upp úr sauð í leik ÍR og ÍBV í undanúrslitum SS-bikarsins um síðustu helgi. Landsliðsmarkverðinum Rolandi Val Eradze ofbauð frammistaða dómara leiksins, missti algjörlega stjórn á skapi sínu, þrumaði boltanum upp í loft og fékk fyrir vikið beint rautt spjald. Þá sveiflaði hann hendinni í átt að Gísla Jóhannssyni dómara og þegar hann var teymdur á brott hrækti hann í átt að Gísla. Aganefnd HSÍ tók málið fyrir í gær og eftir langa yfirlegu dæmdu þeir Roland í tímabundið bann frá 17. febrúar til 7. mars. Þetta tímabundna bann jafngildir þriggja leikja banni því Roland getur leikið með ÍBV gegn Þór í kvöld en missir af leikjum gegn KA, HK og Haukum. "Þetta er bara þriggja leikja bann þannig að ég get ekki kvartað," sagði Roland nánast hlæjandi í samtali við Fréttablaðið í gær en hann vandar dómurum leiksins ekki kveðjurnar. "Hegðun mín í leiknum var mjög slæm og langt frá því að vera til fyrirmyndar. Ástæðan fyrir þessari hegðun var sú að dómararnir voru skelfilegir og allir dómar féllu ÍR í hag. Ég fékk bara nóg af þessari vitleysu á endanum og sprakk. Það er ekki boðlegt að hafa svona lélega dómara í svona mikilvægum leik." Þeir voru margir sem áttu von á því að Roland myndi fá mjög þungan dóm og Roland sjálfur var einn þeirra. Hann segir dóm aganefndar vera mjög furðulegan. "Þessi dómur kemur mér verulega á óvart. Ég átti von á því að fá mun þyngri dóm þar sem ég missti algjörlega stjórn á mér. Ég get ekki neitað því að mér finnst ég hafa verið heppinn því ég slepp furðuvel frá þessu máli," sagði Roland Valur Eradze.
Íslenski handboltinn Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Valur - Blomberg-Lippe | Elín Rósa og Díana mæta á gamla heimavöllinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Átta bestu mætast eftir magnað kvöld á Bullseye Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Sjá meira