Erlent

Sex lögreglumenn drepnir í Írak

Hlúð að einum hinna særðu í bænum Buhriz í dag.
Hlúð að einum hinna særðu í bænum Buhriz í dag. MYND/AP

Sex lögreglumenn féllu og tíu særðust þegar uppreisnarmenn gerðu árás á eftirlitsstöð íröksku lögreglunnar í norðurhluta Íraks í dag. Skutu uppreisnarmennirnir fyrst úr sprengjuvörpum að stöðinni og keyrðu síðan að henni á átta bílum og hófu vélbyssuskothríð. Þriggja daga trúarhátíð múslíma hófst í dag sem markar enda föstumánaðarins Ramadan. Vegna ólíkrar túlkunar á dagatali byrjaði hátíðin, sem kallast Eid al-Fitr, hjá súnnítum í gær en hjá sjítum í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×