Erlent

Skotárás í Osló

Maður hóf skotárás fyrir utan bar í miðborg Oslóar á miðnætti í nótt. Einn maður særðist lítilsháttar á höfði en talið er að hann hafi særst þegar hann kastaði sér í götuna í skotárásinni eða að öðrum orsökum. Vitni segja skotárásina hafa byrjað þegar maður var að elta annan mann og skaut að honum nokkrum skotum. Skotárásin er talin vera uppgjör milli tveggja gengja sem hafa áður komið við sögu norsku lögreglunnar í tengslum við aðrar skotárásir. Lögreglan í Osló telur sig vita hver árásarmaðurinn er og er hans nú leitað ásamt fleiri mönnum sem hugsanlega tengjast árásinni. Aftenposten greinir svo frá.
 
 
 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×