Erlent

Stefnir í stríð milli Eþíópíu og Erítreu

Hætta er á nýju stríði á milli Afríkuríkjanna Eþíópíu og Erítreu en herflokkar beggja þjóða hafa safnast saman meðfram landamærum ríkjanna tveggja. Eþíópía og Erítrea hafa áður háð stríð vegna landamæranna en því stríði lauk árið 2001. Þá hafði stríð geisað frá árinu 1999 og er talið að yfir níu þúsund manns hafi fallið í átökunum. Sameinuðu þjóðirnar reyna nú af öllum mætti að koma í veg fyrir átök á svæðinu og segja ástandið síður en svo stöðugt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×