Erlent

Fangi dregur fullyrðingar til baka

MYND/Reuters
Fangi, sem hélt því fram að bandarískur fangavörður í fangabúðunum við Guantanamo-flóa hefði sturtað Kóraninum niður um salerni, hefur tekið fullyrðingar sínar til baka. Þetta segir háttsettur maður í bandaríska hernum. Ásakanir um að Kóraninn, sem er helgasta rit múslima, hafi verið vanhelgaður hafa valdið miklu uppnámi í Afganistan. Bandaríska fréttatímaritið Newsweek sagði nýlega að bandarískir embættismenn hefðu staðfest fullyrðingar um að Kóraninum hafi verið sturtað niður en tímaritið dró fréttina síðan til baka.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×