Innlent

Kaupsamningum um fasteignir fækkar

Kaupsamingum um fasteignir hefur fækkað frá öðrum ársfjórðungi. Á þriðja ársfjórðungi 2005 var í kringum tvö þúsund og fjögur hundruð kaupsamningum um fasteignir þinglýst við embætti sýslumanna á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kom fram í hálf fimm fréttum KBbanka. Heildarvelta var um 56 milljarðar króna. Kaupsamningum hefur fækkað um 1,3% og velta dregst saman um 2,1% frá öðrum ársfjórðungi. Í samanburði við þriðja ársfjórðung í fyrra er veltan nú um 40% meiri og um 3% aukning í fjölda þinglýstra kaupsamninga. Þótt mikil aukning hafi verið í veltu gefur það frekar villandi mynd af umsvifum á fasteignamarkaði þar sem að fasteignaverð hækkaði um 40% milli ára.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×