Erlent

Chirac ákallar þjóð sína

Jacques Chirac, forseti Frakklands, ákallaði þjóð sína í sjónvarpsávarpi í gær til að veita stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins samþykki sitt þegar hún gengur til atkvæða um hann á sunnudaginn. Forsetinn ítrekaði þá skoðun sína að það hefði alvarlegar afleiðingar fyrir stöðu Frakka í Evrópu hafnaði þjóðin nýja sáttmálanum. "Þar með myndi hefjast tímabil klofnings, efasemda, óvissu," varaði hann landa sína við. Samkvæmt síðustu skoðanakönnunum hyggst vel yfir helmingur franskra kjósenda hafna sáttmálanum, en samþykki allra aðildarríkjanna 25 þarf til að hann taki gildi. Belgíska blaðið Le Soir hefur eftir Jean-Claude Juncker, forsætisráðherra Lúxemborgar sem gegnir nú formennskunni í ESB, að skyldu Frakkar og Hollendingar, sem greiða atkvæði um sáttmálann á miðvikudaginn, segja "nei" yrði einfaldlega að láta kjósa aftur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×