Erlent

Misvísandi fréttir um al-Zarqawi

Á vefsíðu sem al-Kaída í Írak notar gjarnan birtust í gærmorgun fregnir um að nýr yfirmaður samtakanna hefði verið skipaður til bráðabirgða í forföllum Abu Musab al-Zarqawi. Önnur tilkynning var sett á vefinn skömmu síðar af óopinberum blaðafulltrúa hópsins þar sem fyrri fréttinni var vísað á bug. Fregnir herma að al-Zarqawi hafi særst í átökum á dögunum og staðfesti Bayan Jabar, innanríkisráðherra Íraks, það í gær. Því má vera að þessar misvísandi fréttir endurspegli valdabaráttu eða rugling innan samtakanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×