Erlent

Næsti skjálfti sá áhrifamesti

Næsti jarðskjálfti í Los Angeles gæti orðið sá áhrifamesti í sögu Bandaríkjanna. Skjálftinn myndi líklega verða þúsundum að bana og myndi kosta ríkið milljarða dollara. Þetta segja sérfræðingar við háskólann í Suður-Kaliforníu sem hafa útbúið sérstaka tölvu sem mælir út hversu stórir næstu skjálftar gætu orðið. Tölvan gerir ráð fyrir að sá næsti verði á bilinu 7,2 til 7,5 á Richter og að allt að átta þúsund manns muni látast af hans völdum. Þá gerir tölvan einnig ráð fyrir að allt að 270 þúsund manns muni slasast. Tölvan getur ekki sagt nákvæmlega til um hvenær næsti skjálfti verður en það verði þó líklega á næstu árum og segja sérfræðingar betra ef hann kæmi að nóttu til því þá séu flestir í fasta svefni í heimahúsum og því líklegra að færri dauðsföll yrðu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×