Innlent

Kringlan stækkuð

Hafist hefur verið handa við byggingu 1.700 fermetra viðbótar við suðurbyggingu Kringlunnar. Í vor opnar verslunin NEXT svokallaða „flaggskipsverslun" á tveimur hæðum í þessu húsnæði en NEXT hefur nú um 1.000 fermetra til umráða í Kringlunni. Röskun á umferð og aðgengi gesta verður haldið í algjöru lágmarki meðan á framkvæmdum stendur en einhverjar tímabundnar lokanir eru þó óumflýjanlegar á ákveðnum svæðum á fyrstu og annarri hæð í bílageymslu Kringlunnar. Þá munu tæplega þrjátíu bílastæði fara undir fyrirhugaða byggingu en alls eru bílastæði Kringlunnar um þrjú þúsund talsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×