Innlent

Samþykktu kjarasamning

Nýr kjarasamningur milli SFR - stéttarfélags í almannaþjónustu og SFH - Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu var samþykktur í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna SFR. Talning atkvæða fór fram síðastliðinn mánudag. Þátttaka í atkvæðagreiðslunni var um 56%. Já sögðu 71% en nei sögðu 28%. Undirbúningur að boðun verkfalls var hafin, en á síðustu stundu tókst aðilum að ná samningi. Nýi kjarasamningurinn er á svipuðum nótum og á milli SFR og ríkisins sem gerður var í mars. sl., þar á meðal afturvirkni til 1. febrúar 2005.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×