Innlent

Skúta sé enn á Grænlandshafi

Talið er að skútan Vamos sem lenti í sjávarháska á þriðjudag þar sem einn áhafnarmeðlimur lést og öðrum var bjargað sé enn á reki á Grænlandshafi. Fokker-flugvél Landhelgisgæslunnar er á eftirlitsflugi á því svæði sem talið er að skútan sé en þó er ekki um eiginlega leit að ræða. Slökkt er á neyðarsendi skútunnar svo illmögulegt er að staðsetja hana nákvæmlega. Talið er líklegt að hana reki nær Íslandi á næstu dögum í sterkum landsynningi að suðvestan og þá verður ákveðið hvort hugsanlega verði reynt að bjarga henni verði hún enn á floti. Eins og er stafar engin siglingahætta af skútunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×