Innlent

Íbúðaverð yfir meðallagi Evrópu

Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu virðist vera komið vel yfir meðallag íbúðaverðs í helstu höfuðborgum Evrópu. Í franskri könnun, sem reyndar næÞá býr rífur meirihluti landsmanna í eigin húsnæði ólíkt því sem gerist í Sviss.r ekki til Íslands, kemur í ljós að meðalverð íbúðarhúsnæðis er hæst í Lúxemborg, eða 35 milljónir króna á íbúð, og næst hæst í Bern í Sviss, 31,5 milljónir. Samkvæmt fasteignamatinu hér á landi er meðalverðið komið upp í 22 til 23 milljónir ef litið er til kaupsamninga að undanförnu en þar er aðeins rúmar 14 milljónir í Aþenu og tæpar 14 milljónir í Brussel í Belgíu, svo dæmi séu tekin. Ekki er í könnuninni gerður samanburður á lífskjörum í landinu til þess að sjá hvar íbúðaakaup taka harðast á pyngju almennings en í fljótu bragði eru laun í Belgíu síst lakari en hér á landi þótt húsnæðisverð þar sé mun lægra en hér. En það eru fleiri en Íslendingar sem helst vilja eiga sitt húsnæði sjálfir. Það er algengast á Spáni, þar sem 87 prósent búa í eigin húsnæði, hér mun það vera á bilinu 70 til 80 prósent og lægst er það í Sviss, þar sem aðeins 33 prósent landsmanna búa í eigin húsnæði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×