Erlent

Rannsókn á líkamsleifum hætt

Rannsókn á líkamsleifum þeirra sem fórust í hryðjuverkaárásunum á tvíburaturnana í New York 11. september 2001 hefur verið formlega hætt. Ekki tókst að bera kennsl á meira en ellefu hundruð fórnarlömb árásanna en heilbrigðisyfirvöld segja að lengra verði ekki komist með nútímatækni. Afar erfitt reynist að greina líkamsleifar frá rusli og spýtnabraki. 2749 manns létust í Tvíburaturnunum og nú verður minnisvarði reistur á rústum þeirra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×