Erlent

Sýrenski herinn frá Líbanon

Yfirvöld í Sýrlandi lýstu því yfir í dag að þau væru reiðubúin til að fylgja eftir ályktun Sameinuðu þjóðanna um sýrlenskar hersveitir fari frá Líbanon. Þrýstingur á sýrlensk stjórnvöld að kalla heim fjórtán þúsund hermenn sem eru í Líbanon hefur aukist í kjölfar þess að Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, var ráðinn af dögum í síðustu viku. Tilræðið hleypti illu blóði í marga Líbana og taldi stjórnarandstaðan þar í landi Sýrlendinga viðriðna málið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×