Erlent

Sameinast í fíkniefnabaráttunni

MYND/Reuters
Kínverjar og Bandaríkjamenn hafa tekið höndum saman í baráttunni við fíkniefnasmygl, en samningur þessa efnis var undirritaður í dag. Í samningnum felst að löndin deili upplýsingum um fíkniefnamál, svo sem um peningaþvætti, þróun í fíkniefnaheiminum og smyglhringi. Kínversk stjórnvöld reyna nú að stöðva flæði heróíns frá Gullna þríhyrningnum svokallaða, þar sem Mjanmar, Taíland og Laos eiga saman landamæri, en talið er að allt að 70-80 tonnum af heróíni sé smyglað yfir landamæri Kína frá Mjanmar á hverju ári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×