Erlent

Reykingabann í Hong Kong

Stjórnvöld í Hong Kong hyggjast banna reykingar á opinberum stöðum þar sem ný rannsókn þar í borg sýnir að þjóðarbúið verði af sem nemur 41 milljarði íslenskra króna á hverju ári vegna reykinga. Í rannsókninni kemur fram að árlega látast tæplega sjö þúsund manns af völdum beinna eða óbeinna reykinga í Hong Kong og samkvæmt rannsókninni hafa reykingar þau áhrif á þjóðarbúið að framleiðni minnkar og kostnaður í heilbrigðiskerfinu eykst. Stjórnvöld hafa lofað því að bregðast við þessu og munu á þessu ári leggja fram frumvarp um bann við reykingum á veitingastöðum og krám líkt og gert hefur verið sums staðar í Evrópu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×