Sport

Dublin hetja Leicester

Fyrstu deildarlið Leicester City, með Jóhannes Karl Guðjónsson innanborðs, gerði sér lítið fyrir í dag og sló Hermann Hreiðarsson og félaga í Charlton út úr ensku bikarkeppninni. Varnarmaðurinn Nicos Dabizasz kom Leicester yfir 38. mínútu en Shaun Barlett jafnaði fyrir heimamenn rétt fyrir leikhlé. Gamla kempan Dion Dublin tryggði svo Leicester sigur með marki í blálok leiksins. Jóhannes Karl lék allan leikinn á miðjunni fyrir Leicester og Hermann Hreiðarsson sömuleiðis fyrir Charlton. Úrslit dagsins í ensku bikarkeppninniBolton - Fulham 1-0 Davies 12 Charlton - Leicester 1--2 Bartlett 45 - Dabizas 38, Dublin 90 Southampton - Brentford 2-2 Camara 4,36 - Rankin 40, Sodje 58 Arsenal - Sheffield United 1-1 Pires 78 - Gray 90 (víti)



Fleiri fréttir

Sjá meira


×