Sport

Tap hjá Ívari og félögum

Nokkrir Íslendingar voru í sviðsljósinu í ensku 1. deildinni í knattspyrnu í dag. Ívar Ingimarsson stóð að vanda vaktina í vörn Reading sem tapaði 2-1 á heimavelli fyrir Coventry. Gamla kempan Les Ferdinand skorað mark Reading, sem er þó ennþó í 6. sæti og þar með inn í úrslitakeppni deildarinnar. West Ham sækir þó fast að Reading en Hamrarnir burstuðu Bjarna Guðjónsson og félaga í Plymouth á heimavelli með fimm mörkum gegn engu. Bjarna var skipt út af í hálfeik, en þá var staðan 3-0. Teddy Sheringham skoraði tvö marka West Ham. Plymouth er í 21. sæti deildarinnar með 35 stig, einu sæti frá fallsæti. Þórður Guðjónsson fékk ekki tækifæri í liði Stoke, sem vann mikilvægan 1-0 sigur á Millwall á útivelli, heldur sat sem fastast á varamannabekknum allan tímann. Tryggvi Guðmundsson var ekki í leikmannahópi Stoke, sem er í 12. sæti með 44 stig. Gylfi Einarsson var ekki í leikmannahópi Leeds sem tapaði stórt gegn toppliði Wigan á útivelli, 3-0. Gylfi og félagar eru í 10. sæti með 47 stig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×