Sport

Box: Hopkins í sögubækurnar

Bandaríski hnefaleikarinn fertugi, Bernard Hopkins, skráði nafn sitt í sögubækurnar í nótt þegar hann varði sinn 20. titil í millivigt með því að vinna sigur Evrópumeistaranum Howard Eastman á stigum. Eftir að hafa byrjað illa í upphafi bardagans eins og venja er hjá honum náði hann yfirhöndinni og vann síðustu lotuna. Allir dómararnir þrír dæmdu Hopkins í hag, 119-110, 117-111 og 116-112. Eastman er verðugur andstæðingur með 40 sigra og eitt tap á ferilskránni fyrir bardagann gegn Hopkins. Eini ósigur hans  var á stigum í umdeildum bardaga. Bardaginn sem fór fram í Staples Center í Los Angeles var í beinni útsendingu á Sýn og verður endursýndur kl. 19:35 í kvöld.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×