Sport

Rangers brutu upp 5 ára hefð

Stórleikur fór fram í skosku knattspyrnunni í dag þegar Glasgow Rangers vann 0-2 útisigur á meisturum Glasgow Celtic en leikurinn var í beinni útsendingu á Sýn. Rangers náðu þar með 3 stiga forystu á Celtic sem eiga þó leik til góða við þá níu sem Rangers eiga eftir. Craig Bellamy lék sinn fyrsta leik í byrjunarliði Celtic eftir að hann kom frá Newcastle sem lánamaður. Eins og kunnugt er þurfti velski landsliðsmaðurinn að flýja frá Newcastle vegna ósættis við knattspyrnustjórann Graeme Souness. Gregory Vignal og Nacho Novo skoruðu mörk gestanna í síðari hálfleik en þetta er fyrsti sigur Rangers á Celtic Park í 6 ár. Celtic hefur ekki tapað á heimavelli gegn Rangers í síðustu 11 viðureignum liðanna þar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×