Innlent

Reynt að endurreisa Slippstöðina

Mikil fundahöld hafa staðið yfir á Akureyri í dag þar sem menn freista þess að endurreisa Slippstöðina á Akureyri sem var lýst gjaldþrota fyrir tæpri viku. Hópur fjárfesta með tvö fyrrum starfsmenn Slippstöðvarinnar í forsvari er í viðræðum við Sigmund Guðmundsson skiptastjóra og fyrrum starfsmenn stöðvarinnar um að hefja rekstur á ný. Sigmundur segir það ráðast seint í dag eða í fyrramálið hvort hópnum sem hann er í viðræðum við takist að endurreisa slippstöðina. Eitt af því sem gerir málið flókið er að Stáltak, móðufélag Slippstöðvarinnar, sem fór á hausinn, er þinglýstur eigandi flestra helstu eigna. Starfsmenn hafa enn ekki fengið greidd laun sem þeir áttu inni og segir Sigmundur allt of snemmt að segja til um hvort nægar eignir séu í búinu til að borga þau laun sem starfsmenn eiga inni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×