Tímamót í sögu fátækustu þjóðanna 11. júní 2005 00:01 Fjármálaráðherrar átta helstu iðnríkja heims komust að samkomulagi í gær um að fella niður 2.600 milljarða skuld fátækustu ríkja heims. John Snow, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sagði samkomulagið sögulegt. Átján ríki munu strax njóta niðurfellingar skulda sinna við Alþjóðabankann, Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og Afríska þróunarbankann. Önnur tuttugu ríki gætu fengið skuldir sínar niðurfelldar ef þau uppfylla skilyrði um góða stjórnunarhætti og takast á við spillingu heima fyrir. Hjálparstofnanir segja að samkvæmt samkomulaginu muni löndin átján spara um 97 til 129 milljarða á ári í endurgreiðslur skulda, sem Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands, sagði að yrði að nota til að byggja upp heilsugæslu, sjúkrahús, skóla á öllum skólastigum og stofnanir samfélagsins. Fulltrúar hjálparstofnana bentu þó á að þessi samningur gerði lítið fyrir milljónir manna í að minnsta kosti fjörutíu öðrum ríkjum, sem einnig þyrftu á niðurfellingu skulda að halda. Bretar ætla einnig að reyna að sannfæra leiðtoga hinna sjö helstu iðnríkjanna á fundi G8 í júlí um að auka þróunaraðstoð um 3.200 milljarða árlega til að berjast gegn fátækt. Um það ríkir ósátt meðal ríkjanna átta. Bandaríkin og Japan hafa hafnað tillögum Breta og kjósa frekar tvíhliða hjálparsamninga við þróunarríkin. Frakkar vilja að sérstakur skattur verði lagður á alþjóðlegt flug, sem notaður verði til þróunaraðstoðar. Þá á einnig eftir að ná viðskiptasamkomulagi við þróunarríkin, en viðræður um það hófust í Doha árið 2001. Samkomulagið á að draga úr ríkisstyrkjum hinna ríkari landa til framleiðslugreina, draga úr tollum og öðrum hindrunum við alþjóðleg viðskipti og nota þannig viðskipti til að aðstoða þróunarríkin. Samkvæmt samkomulaginu munu iðnríkin átta endurgreiða Alþjóðabankanum og Afríska þróunarbankanum vegna niðurfellingar skuldanna. Einnig var samþykkt að koma til móts við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, að því leyti sem hann getur ekki mætt tapinu með eigin sjóðum. Erlent Fréttir Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Fjármálaráðherrar átta helstu iðnríkja heims komust að samkomulagi í gær um að fella niður 2.600 milljarða skuld fátækustu ríkja heims. John Snow, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sagði samkomulagið sögulegt. Átján ríki munu strax njóta niðurfellingar skulda sinna við Alþjóðabankann, Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og Afríska þróunarbankann. Önnur tuttugu ríki gætu fengið skuldir sínar niðurfelldar ef þau uppfylla skilyrði um góða stjórnunarhætti og takast á við spillingu heima fyrir. Hjálparstofnanir segja að samkvæmt samkomulaginu muni löndin átján spara um 97 til 129 milljarða á ári í endurgreiðslur skulda, sem Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands, sagði að yrði að nota til að byggja upp heilsugæslu, sjúkrahús, skóla á öllum skólastigum og stofnanir samfélagsins. Fulltrúar hjálparstofnana bentu þó á að þessi samningur gerði lítið fyrir milljónir manna í að minnsta kosti fjörutíu öðrum ríkjum, sem einnig þyrftu á niðurfellingu skulda að halda. Bretar ætla einnig að reyna að sannfæra leiðtoga hinna sjö helstu iðnríkjanna á fundi G8 í júlí um að auka þróunaraðstoð um 3.200 milljarða árlega til að berjast gegn fátækt. Um það ríkir ósátt meðal ríkjanna átta. Bandaríkin og Japan hafa hafnað tillögum Breta og kjósa frekar tvíhliða hjálparsamninga við þróunarríkin. Frakkar vilja að sérstakur skattur verði lagður á alþjóðlegt flug, sem notaður verði til þróunaraðstoðar. Þá á einnig eftir að ná viðskiptasamkomulagi við þróunarríkin, en viðræður um það hófust í Doha árið 2001. Samkomulagið á að draga úr ríkisstyrkjum hinna ríkari landa til framleiðslugreina, draga úr tollum og öðrum hindrunum við alþjóðleg viðskipti og nota þannig viðskipti til að aðstoða þróunarríkin. Samkvæmt samkomulaginu munu iðnríkin átta endurgreiða Alþjóðabankanum og Afríska þróunarbankanum vegna niðurfellingar skuldanna. Einnig var samþykkt að koma til móts við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, að því leyti sem hann getur ekki mætt tapinu með eigin sjóðum.
Erlent Fréttir Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira