Tímamót í sögu fátækustu þjóðanna 11. júní 2005 00:01 Fjármálaráðherrar átta helstu iðnríkja heims komust að samkomulagi í gær um að fella niður 2.600 milljarða skuld fátækustu ríkja heims. John Snow, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sagði samkomulagið sögulegt. Átján ríki munu strax njóta niðurfellingar skulda sinna við Alþjóðabankann, Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og Afríska þróunarbankann. Önnur tuttugu ríki gætu fengið skuldir sínar niðurfelldar ef þau uppfylla skilyrði um góða stjórnunarhætti og takast á við spillingu heima fyrir. Hjálparstofnanir segja að samkvæmt samkomulaginu muni löndin átján spara um 97 til 129 milljarða á ári í endurgreiðslur skulda, sem Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands, sagði að yrði að nota til að byggja upp heilsugæslu, sjúkrahús, skóla á öllum skólastigum og stofnanir samfélagsins. Fulltrúar hjálparstofnana bentu þó á að þessi samningur gerði lítið fyrir milljónir manna í að minnsta kosti fjörutíu öðrum ríkjum, sem einnig þyrftu á niðurfellingu skulda að halda. Bretar ætla einnig að reyna að sannfæra leiðtoga hinna sjö helstu iðnríkjanna á fundi G8 í júlí um að auka þróunaraðstoð um 3.200 milljarða árlega til að berjast gegn fátækt. Um það ríkir ósátt meðal ríkjanna átta. Bandaríkin og Japan hafa hafnað tillögum Breta og kjósa frekar tvíhliða hjálparsamninga við þróunarríkin. Frakkar vilja að sérstakur skattur verði lagður á alþjóðlegt flug, sem notaður verði til þróunaraðstoðar. Þá á einnig eftir að ná viðskiptasamkomulagi við þróunarríkin, en viðræður um það hófust í Doha árið 2001. Samkomulagið á að draga úr ríkisstyrkjum hinna ríkari landa til framleiðslugreina, draga úr tollum og öðrum hindrunum við alþjóðleg viðskipti og nota þannig viðskipti til að aðstoða þróunarríkin. Samkvæmt samkomulaginu munu iðnríkin átta endurgreiða Alþjóðabankanum og Afríska þróunarbankanum vegna niðurfellingar skuldanna. Einnig var samþykkt að koma til móts við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, að því leyti sem hann getur ekki mætt tapinu með eigin sjóðum. Erlent Fréttir Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fleiri fréttir Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Sjá meira
Fjármálaráðherrar átta helstu iðnríkja heims komust að samkomulagi í gær um að fella niður 2.600 milljarða skuld fátækustu ríkja heims. John Snow, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sagði samkomulagið sögulegt. Átján ríki munu strax njóta niðurfellingar skulda sinna við Alþjóðabankann, Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og Afríska þróunarbankann. Önnur tuttugu ríki gætu fengið skuldir sínar niðurfelldar ef þau uppfylla skilyrði um góða stjórnunarhætti og takast á við spillingu heima fyrir. Hjálparstofnanir segja að samkvæmt samkomulaginu muni löndin átján spara um 97 til 129 milljarða á ári í endurgreiðslur skulda, sem Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands, sagði að yrði að nota til að byggja upp heilsugæslu, sjúkrahús, skóla á öllum skólastigum og stofnanir samfélagsins. Fulltrúar hjálparstofnana bentu þó á að þessi samningur gerði lítið fyrir milljónir manna í að minnsta kosti fjörutíu öðrum ríkjum, sem einnig þyrftu á niðurfellingu skulda að halda. Bretar ætla einnig að reyna að sannfæra leiðtoga hinna sjö helstu iðnríkjanna á fundi G8 í júlí um að auka þróunaraðstoð um 3.200 milljarða árlega til að berjast gegn fátækt. Um það ríkir ósátt meðal ríkjanna átta. Bandaríkin og Japan hafa hafnað tillögum Breta og kjósa frekar tvíhliða hjálparsamninga við þróunarríkin. Frakkar vilja að sérstakur skattur verði lagður á alþjóðlegt flug, sem notaður verði til þróunaraðstoðar. Þá á einnig eftir að ná viðskiptasamkomulagi við þróunarríkin, en viðræður um það hófust í Doha árið 2001. Samkomulagið á að draga úr ríkisstyrkjum hinna ríkari landa til framleiðslugreina, draga úr tollum og öðrum hindrunum við alþjóðleg viðskipti og nota þannig viðskipti til að aðstoða þróunarríkin. Samkvæmt samkomulaginu munu iðnríkin átta endurgreiða Alþjóðabankanum og Afríska þróunarbankanum vegna niðurfellingar skuldanna. Einnig var samþykkt að koma til móts við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, að því leyti sem hann getur ekki mætt tapinu með eigin sjóðum.
Erlent Fréttir Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fleiri fréttir Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Sjá meira