Kosið um sameiningu á morgun 7. október 2005 00:01 Ólíklegt er að Reykjanesbær, Garður og Sandgerði sameinist í eitt bæjarfélag í kosningunum á morgun. Sömu sögu er að segja af Árborg, Hveragerði, Ölfusi, Gaulverjabæjarhreppi, Hraungerðishreppi og Villingaholtshreppi á Suðurlandi - sem og níu sveitarfélögum á Eyjafjarðarsvæðinu. Flestir eru á kjörskrá í Hafnarfirði eða rúmlega fimmtán þúsund manns - en fæstir í Mjóafjarðarhreppi, þar sem aðeins eru 38 á kjörskrá. Lítill vilji virðist vera á Suðurlandi fyrir því að sex sveitarfélög í Ölfusi og Flóa sameinist í eitt í kosningunum á morgun. Þá er einnig talið líklegt að sameining verði að engu á Suðurnesjum og sömu sögu er að segja um sameiningarnar í Eyjafirði. Atkvæðagreiðsla fer fram um 16 sameiningartillögur í 61 sveitarfélagi á 80 kjörstöðum. Um 70 þúsund manns eru á kjörskrá en verði sameiningar samþykktar fækkar sveitarfélögum á landinu úr 92 í 47. Búist er við góðri kosningaþátttöku í öllum sveitarfélögunum en flestir eru á kjörskrá í Hafnarfirði eða rúmlega fimmtán þúsund manns. Þar er kosið um sameiningu við Voga á Vatnsleysuströnd. Fæstir eru á kjörskrá í Mjóafjarðarhreppi eða 38 manns. Andstæðingar sameiningar benda á að stjórnsýsla verði fjarlægari ef af sameiningunni verður. Fylgjendur sameiningar benda þó á að stjórnsýslan verði skilvirkari, betur sé hægt að standa að löggæslu, heilsugæslu og málefnum fatlaðra í stærri sveitarfélögum svo einhver dæmi séu tekin. Jöfnunarsjóður fær 2,4 milljarða króna sem afhentir verða nýjum sveitarfélögum til að þróa stjórnsýslu sína og þjónustu næstu fögur ár eftir sameiningu en tveir þriðju íbúa á hverju svæði verða að samþykkja sameiningu svo hún geti gengið í gegn. Árni Magnússon félagsmálaráðherra er ekki of bjartsýnn. Hann segir að það verði að koma í ljós hvernig fari. Íslendingar hafi þá sérstöðu að fara þessa lýðræðislegu leið og fólkið kveði upp sinn dóm. Niðurtaðan verði sú sem hún verði og unað verði við. Síðast hafi verið kosið um sameiningu sveitarfélaga fyrir rúmlega 12 árum. Þá hafi sameining verið samþykkt í rúmlega 60 sveitarfélögum en úr hafi orðið aðeins sameining vegna þess að neitunarvaldið sé mjög ríkt. Árni segir að framtíðina alveg skýra að hans mati, sveitarfélögin muni halda áfram að sameinast og halda áfram að stækka og verða burðugri til að veita góða þjónustu. Aðspurður hvort hann telji líklegt að það gerist í þetta sinn segist Árni engu vilja spá um það. Ljóst er að tilfinningar fólks spila stóran þátt í máli þessu sem og fjárhagsstaða bæjanna sem er mjög misjöfn, en þessir tveir þættir eru taldir munu ráða niðurstöðum kosninganna á morgun. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira
Ólíklegt er að Reykjanesbær, Garður og Sandgerði sameinist í eitt bæjarfélag í kosningunum á morgun. Sömu sögu er að segja af Árborg, Hveragerði, Ölfusi, Gaulverjabæjarhreppi, Hraungerðishreppi og Villingaholtshreppi á Suðurlandi - sem og níu sveitarfélögum á Eyjafjarðarsvæðinu. Flestir eru á kjörskrá í Hafnarfirði eða rúmlega fimmtán þúsund manns - en fæstir í Mjóafjarðarhreppi, þar sem aðeins eru 38 á kjörskrá. Lítill vilji virðist vera á Suðurlandi fyrir því að sex sveitarfélög í Ölfusi og Flóa sameinist í eitt í kosningunum á morgun. Þá er einnig talið líklegt að sameining verði að engu á Suðurnesjum og sömu sögu er að segja um sameiningarnar í Eyjafirði. Atkvæðagreiðsla fer fram um 16 sameiningartillögur í 61 sveitarfélagi á 80 kjörstöðum. Um 70 þúsund manns eru á kjörskrá en verði sameiningar samþykktar fækkar sveitarfélögum á landinu úr 92 í 47. Búist er við góðri kosningaþátttöku í öllum sveitarfélögunum en flestir eru á kjörskrá í Hafnarfirði eða rúmlega fimmtán þúsund manns. Þar er kosið um sameiningu við Voga á Vatnsleysuströnd. Fæstir eru á kjörskrá í Mjóafjarðarhreppi eða 38 manns. Andstæðingar sameiningar benda á að stjórnsýsla verði fjarlægari ef af sameiningunni verður. Fylgjendur sameiningar benda þó á að stjórnsýslan verði skilvirkari, betur sé hægt að standa að löggæslu, heilsugæslu og málefnum fatlaðra í stærri sveitarfélögum svo einhver dæmi séu tekin. Jöfnunarsjóður fær 2,4 milljarða króna sem afhentir verða nýjum sveitarfélögum til að þróa stjórnsýslu sína og þjónustu næstu fögur ár eftir sameiningu en tveir þriðju íbúa á hverju svæði verða að samþykkja sameiningu svo hún geti gengið í gegn. Árni Magnússon félagsmálaráðherra er ekki of bjartsýnn. Hann segir að það verði að koma í ljós hvernig fari. Íslendingar hafi þá sérstöðu að fara þessa lýðræðislegu leið og fólkið kveði upp sinn dóm. Niðurtaðan verði sú sem hún verði og unað verði við. Síðast hafi verið kosið um sameiningu sveitarfélaga fyrir rúmlega 12 árum. Þá hafi sameining verið samþykkt í rúmlega 60 sveitarfélögum en úr hafi orðið aðeins sameining vegna þess að neitunarvaldið sé mjög ríkt. Árni segir að framtíðina alveg skýra að hans mati, sveitarfélögin muni halda áfram að sameinast og halda áfram að stækka og verða burðugri til að veita góða þjónustu. Aðspurður hvort hann telji líklegt að það gerist í þetta sinn segist Árni engu vilja spá um það. Ljóst er að tilfinningar fólks spila stóran þátt í máli þessu sem og fjárhagsstaða bæjanna sem er mjög misjöfn, en þessir tveir þættir eru taldir munu ráða niðurstöðum kosninganna á morgun.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira