Innlent

Sýknaður af 94 milljóna kröfu

Norðmaðurinn Anders K. Saether sagði Arngrím hafa skuldbundið sig til að gerast aðili að fyrirtæki sínu, Scandinavian Historic Flight, og hafi lofað fjármunum til fyrirtækisins. Norska fyrirtækið á fimm flugvélar sem hafa sögulegt gildi, og eru vélarnar sýndar á flugsýningum og notaðar við kvikmyndagerð. Saethers sagði Arngrím hafa samþykkt að gerast meðeigandi fyrirtæksins og þeir hefðu tekist í hendur upp á það, en Arngrímur sagði það vera af og frá, hann hefði aldrei samþykkt neitt slíkt. Íslensk lög giltu um samskipti aðila í þessu máli, og lá sönnunarbyrðin hjá Norðmanninum. Enginn skriflegur samningur var gerður, og tókst Saether ekki að fullvissa dómarann um aðild Arngríms, sem var því sýknaður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×