Innlent

Trúnaðarmannafundur síðdegis

MYND/Vísir
Starfsmannafélag Akraness heldur trúnaðarmannafund eftir hádegi. Þar verður afstaða tekin til áskorunar bæjarráðs Akraness um að starfsmannafélagið fresti boðuðu verkfalli um viku. Að öllu óbreyttu hefst verkfallið á miðnætti á sunnudaginn. Það myndi hafa víðtæk áhrif á þjónustu ýmissa stofnana á Akranesi, þar á meðal skóla, leikskóla, íþróttahús, dvalarheimili og heimilishjálp. Nýgerður kjarasamningur starfsmannafélagsins við launanefnd sveitarfélaga var kolfelldur í fyrradag með 75 prósentum greiddra atkvæða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×