Innlent

178 hluthafar í Skúlason Ltd

Hundrað sjötíu og átta hluthafar eru í breska fyrirtækinu Skúlason Limited sem á meirihluta í Skúlason ehf. Það félag sætir nú rannsókn bresku lögreglunnar vegna gruns um peningaþvætti. Af þessum 178 hluthöfum eru 175 þeirra Bretar sem eiga frá fimm þúsund hlutum hver og upp í 500 þúsund hluti í fyrirtækinu. Hver hlutur var keyptur á tíu pens sem þýðir að hluthafarnir hafa greitt frá rúmum 50 þúsund krónum og uppí rúmar fimm milljónir króna fyrir hluti sína í fyrirtækinu. Fréttastofan náði sambandi við Edward James Tinsley, einn hluthafanna, sem á tvö þúsund hluti í Skúlason Limited. Tinsley segist hafa keypt hlutabréfin í janúar árið 2004 eftir að hafa fengið símtal frá bresku verðbréfafyrirtæki. Tinsley segir hagnaðarvonina hafa falist í því að fyrirtækið ætlaði á almennan hlutabréfamarkað í janúar á næsta ári en starfsemi þess fólst í hugbúnaðargerð, að hans sögn. Hið breska fyrirtæki á hins vegar meirihluta í Skúlason ehf. á Íslandi, eins og áður sagði, sem stundar símsvörun fyrir ýmis fyrirtæki á Íslandi. Þróunarfélag Vestmannaeyja keypti á sínum tíma hlut í fyrirtækinu fyrir sex milljónir króna og mun bæjarfélagið hafa reynt um nokkurt skeið að fá þeim kaupsamningi þróunarfélagsins rift, án árangurs til þessa.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×