Ósamstaða hafi skaðað R-listann 10. ágúst 2005 00:01 Ósamstaða flokkanna sem standa að R-listanum hefur skaðað listann að mati Stefáns Jóns Hafsteins, borgarfulltrúa. Hann vill að fundur viðræðunefndar um áframhaldandi samstarf R listans á morgun verði sá síðasti. Fundur viðræðunefnda flokka R-listans stóð fram á nótt. Í dag ræddu flokksmenn sín á milli og undurbjuggu fund sem haldinn verður klukkan fimm á morgun. Ýmsar tillögur hafa verið nefndar og samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 stendur hnífurinn oftast í kúnni hjá Vinstri - grænum. Þeir vilja ekki sameiginlegt prófkjör en út á það ganga sumar hugmyndirnar sem fram hafa komið. Stefáni Jóni Hafstein, borgarfulltrúa R-listans, finnst nóg komið af starfi viðræðunefndarinnar og vill að hún skili af sér sinni vinnu. Hann segist telja að ferli viðræðunefndanna sé komið á enda. Þær muni gera úrslitatilraun á morgun og hann vonist til þess að þær skili af sér einhvers konar grunnhugmynd sem hægt verði að ræða í flokksfélögunum til ákvörðunar. Það sé kominn tími til að félagarnir fái að ræða málið. Aðspurður hvort hann búist þá ekki við endalegri niðurstöðu á morgun um áframhaldandi samstarf flokkanna segir Stefán að endanlega ákvörðun sé alltaf hjá félögunum. Viðræðunefnd sé bara viðræðunefnd og þeirra hlutverk sé að skila ákveðinni grunnhugmynd inn til flokksfélaganna og svo taki þau ákvörðun. Spurður hvort hann vilji að fundur viðræðunefndarinnar á morgun verði sá síðasti, segir Stefán að honum fyndist það gott og að menn geti gengið frá honum með sameiginlega tillögu sem þeir beri undir félögin. Margar tillögur hafa komið fram á fundum viðræðunefndarinnar þótt flokkarnir hafi ekki komist að sameiginlegri niðurstöðum um hvað leið skal fara. Ein tillagan var að af átta efstu sætum á listanum fengi Samfylkingin þrjá, Framsóknarflokkur tvo og Vinstri - grænir tvo, en áttundi maðurinn yrði fundinn með sameiginlegu prófkjöri um borgarstjóraefni. Vinstri - grænir vilja ekki prófkjör og heldur ekki hugmynd um að allir flokkar fengju tvo menn en síðan yrði prófkjör um tvo. Auk þess segja heimildir að þeir vilji ekki sætta sig við minna en þrjá borgarfulltrúa til að fá meira út úr samstarfinu en þeir telja sig fá án þess. Þá hafnaði Samfylkingin hugmynd þess efnis að hún fengi þrjá menn, Framsókn þrjá og Vinstri grænir tvo og að annar þeirra yrði borgarstjóri. En telur Stefán að þessir erfiðleikar með að ná lendingu hafi skaðað R-listann? Stefán segist telja að fólki finnist þetta vandræðalegt og það hafi skaðað flokkinn, en þó ekki til ólífis. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Ósamstaða flokkanna sem standa að R-listanum hefur skaðað listann að mati Stefáns Jóns Hafsteins, borgarfulltrúa. Hann vill að fundur viðræðunefndar um áframhaldandi samstarf R listans á morgun verði sá síðasti. Fundur viðræðunefnda flokka R-listans stóð fram á nótt. Í dag ræddu flokksmenn sín á milli og undurbjuggu fund sem haldinn verður klukkan fimm á morgun. Ýmsar tillögur hafa verið nefndar og samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 stendur hnífurinn oftast í kúnni hjá Vinstri - grænum. Þeir vilja ekki sameiginlegt prófkjör en út á það ganga sumar hugmyndirnar sem fram hafa komið. Stefáni Jóni Hafstein, borgarfulltrúa R-listans, finnst nóg komið af starfi viðræðunefndarinnar og vill að hún skili af sér sinni vinnu. Hann segist telja að ferli viðræðunefndanna sé komið á enda. Þær muni gera úrslitatilraun á morgun og hann vonist til þess að þær skili af sér einhvers konar grunnhugmynd sem hægt verði að ræða í flokksfélögunum til ákvörðunar. Það sé kominn tími til að félagarnir fái að ræða málið. Aðspurður hvort hann búist þá ekki við endalegri niðurstöðu á morgun um áframhaldandi samstarf flokkanna segir Stefán að endanlega ákvörðun sé alltaf hjá félögunum. Viðræðunefnd sé bara viðræðunefnd og þeirra hlutverk sé að skila ákveðinni grunnhugmynd inn til flokksfélaganna og svo taki þau ákvörðun. Spurður hvort hann vilji að fundur viðræðunefndarinnar á morgun verði sá síðasti, segir Stefán að honum fyndist það gott og að menn geti gengið frá honum með sameiginlega tillögu sem þeir beri undir félögin. Margar tillögur hafa komið fram á fundum viðræðunefndarinnar þótt flokkarnir hafi ekki komist að sameiginlegri niðurstöðum um hvað leið skal fara. Ein tillagan var að af átta efstu sætum á listanum fengi Samfylkingin þrjá, Framsóknarflokkur tvo og Vinstri - grænir tvo, en áttundi maðurinn yrði fundinn með sameiginlegu prófkjöri um borgarstjóraefni. Vinstri - grænir vilja ekki prófkjör og heldur ekki hugmynd um að allir flokkar fengju tvo menn en síðan yrði prófkjör um tvo. Auk þess segja heimildir að þeir vilji ekki sætta sig við minna en þrjá borgarfulltrúa til að fá meira út úr samstarfinu en þeir telja sig fá án þess. Þá hafnaði Samfylkingin hugmynd þess efnis að hún fengi þrjá menn, Framsókn þrjá og Vinstri grænir tvo og að annar þeirra yrði borgarstjóri. En telur Stefán að þessir erfiðleikar með að ná lendingu hafi skaðað R-listann? Stefán segist telja að fólki finnist þetta vandræðalegt og það hafi skaðað flokkinn, en þó ekki til ólífis.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira