Erlent

Mikil sorg á Kýpur eftir flugslys

Mikil sorg ríkir á Kýpur og í Grikklandi vegna flugslyssins sem varð í grennd við Aþenu í gær. Enn berast misvísandi fréttir af hvað olli því að farþegaþotan með 121 mann innanborðs flaug beint á fjall. Grískur embættismaður hefur sagt að mörg líkin hafi verið gegnumfrosin sem bendi til þess að jafnþrýstibúnaður vélarinnar hafi gefið sig skyndilega í mikilli hæð þar sem frost er um og yfir 40 gráður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×