Risaflugfélag á Íslandsmarkað 5. ágúst 2005 00:01 "Þeir telja orðið að Ísland sé vænlegur og spennandi kostur enda sívaxandi áhugi á ferðum hingað til lands," segir Bolli Valgarðsson, talsmaður breska flugfélagsins British Airways hér á landi. Flugfélagið hyggst hefja reglulegar ferðir hingað til lands í mars á næsta ári og mun þá samkeppnin harðna til muna á þessari flugleið þar sem fyrir eru Icelandair og Iceland Express. Samkvæmt tilkynningu BA verður flogið fimm sinnum í viku frá og með mars á næsta ári og verður fargjald þeirra fram og til baka 22.990 krónur. Er það til að mynda ódýrara en ódýrasta fargjald Icelandair í dag sem er 24.930 krónur en ódýrustu sæti Iceland Express eru mun lægri eða undir 20 þúsundum króna. Birgir Jónsson, framkvæmdastjóri Iceland Express, fagnar þessum tíðindum og telur víst að Icelandair missi stærri spón úr aski sínum vegna nýs keppinautar en sitt fyrirtæki geri. "Fyrir það fyrsta er Icelandair miklu sterkara á þessari leið en við og auk þess er British Airways sams konar flugfélag og Icelandair. Hvorugt þeirra er í raun að berjast á þessum lággjaldamarkaði sem við einbeitum okkur að og tilkoma BA held ég að breyti ekki miklu fyrir okkur." Athygli vekur að þetta er í annað sinn sem félagið hefur áætlunarflug hingað en flugfélagið Go sem flaug hingað í stuttan tíma fyrir nokkrum árum síðan var dótturfyrirtæki BA. BA ætli þó í þetta sinn að láta slag standa og er ekki um tilraunaflug að ræða. Bolli Valgarðsson segir aðstæður aðrar og betri nú að mati forráðamanna flugfélagsins. "Ísland verður einn af fjórum nýjum áfangastöðum félagsins á næsta ári og þeir sjá hag í því að fljúga hingað þrátt fyrir að samkeppni á leiðinni hafi aukist frá því sem áður var enda er ferðamönnum jafnt og þétt að fjölga alls staðar í heiminum og það á líka við um Ísland." Ekki náðist í Guðjón Arngrímsson, blaðafulltrúa Icelandair, vegna málsins. Fréttir Innlent Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Fleiri fréttir Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Sjá meira
"Þeir telja orðið að Ísland sé vænlegur og spennandi kostur enda sívaxandi áhugi á ferðum hingað til lands," segir Bolli Valgarðsson, talsmaður breska flugfélagsins British Airways hér á landi. Flugfélagið hyggst hefja reglulegar ferðir hingað til lands í mars á næsta ári og mun þá samkeppnin harðna til muna á þessari flugleið þar sem fyrir eru Icelandair og Iceland Express. Samkvæmt tilkynningu BA verður flogið fimm sinnum í viku frá og með mars á næsta ári og verður fargjald þeirra fram og til baka 22.990 krónur. Er það til að mynda ódýrara en ódýrasta fargjald Icelandair í dag sem er 24.930 krónur en ódýrustu sæti Iceland Express eru mun lægri eða undir 20 þúsundum króna. Birgir Jónsson, framkvæmdastjóri Iceland Express, fagnar þessum tíðindum og telur víst að Icelandair missi stærri spón úr aski sínum vegna nýs keppinautar en sitt fyrirtæki geri. "Fyrir það fyrsta er Icelandair miklu sterkara á þessari leið en við og auk þess er British Airways sams konar flugfélag og Icelandair. Hvorugt þeirra er í raun að berjast á þessum lággjaldamarkaði sem við einbeitum okkur að og tilkoma BA held ég að breyti ekki miklu fyrir okkur." Athygli vekur að þetta er í annað sinn sem félagið hefur áætlunarflug hingað en flugfélagið Go sem flaug hingað í stuttan tíma fyrir nokkrum árum síðan var dótturfyrirtæki BA. BA ætli þó í þetta sinn að láta slag standa og er ekki um tilraunaflug að ræða. Bolli Valgarðsson segir aðstæður aðrar og betri nú að mati forráðamanna flugfélagsins. "Ísland verður einn af fjórum nýjum áfangastöðum félagsins á næsta ári og þeir sjá hag í því að fljúga hingað þrátt fyrir að samkeppni á leiðinni hafi aukist frá því sem áður var enda er ferðamönnum jafnt og þétt að fjölga alls staðar í heiminum og það á líka við um Ísland." Ekki náðist í Guðjón Arngrímsson, blaðafulltrúa Icelandair, vegna málsins.
Fréttir Innlent Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Fleiri fréttir Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Sjá meira