Erlent

Fjármögnuðu hryðjuverk

Dómstóll í Stokkhólmi dæmdi í gær tvo Íraka sem búsettir eru í Svíþjóð í sjö og fimm ára langt fangelsi fyrir fjárhagsstuðning við hryðjuverkamenn í heimalandi sínu. Ali Berzengi og Ferman Abdulla, báðir á þrítugsaldri, voru fundnir sekir um að hafa sent um tíu milljónir íslenskra króna til Ansar al-Islam samtaka Abu Musab al-Zarqawi, meðal annars til að fjármagna sprengjuárás í borginni Irbil í febrúar 2004 sem kostaði 109 manns lífið. Mennirnir eru þeir fyrstu sem eru dæmdir eftir hryðjuverkalögum sem tóku gildi árið 2003. Þeir verða reknir úr landi þegar þeir hafa afplánað dóma sína.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×