Haukastúlkur með gott tak á Keflavík 11. desember 2005 08:00 Ágúst Björgvinsson, þjálfari Hauka, hlær hérr með stúlkunum sínum. Hann var í banni í leiknum og fygldist með úr stúkunni. "Við virðumst loksins hafa náð ágætis tökum á Keflavíkurliðinu. Við getum alveg spilað betur en við gerðum í þessum leik en þetta dugði. Það er allt í blóma hjá okkur og öll umgjörð eiginlega eins góð og hún getur orðið. Við höfum öðlast mikla reynslu á skömmum tíma og þátttaka okkar í Evrópukeppninni hefur haft sitt að segja," sagði Helena Sverrisdóttir, leikmaður Hauka, eftir að liðið hafði tryggt sér sigur í fyrirtækjabikar KKÍ 2005 með því að leggja Keflavík að velli í skemmtilegum úrslitaleik í Digranesi. Mikið jafnræði var með liðunum stærstan hluta leiksins og liðin skiptust á að hafa forystuna í fyrri hálfleik en Haukastúlkur höfðu tveggja stiga forskot 35-33 þegar gengið var til búningsherbergja. Í seinni hálfleiknum fór síðan að skilja á milli og Haukar náðu tökum á leiknum, voru þremur stigum yfir eftir þriðja leikhluta og voru síðan mun betri í þeim síðasta. Á endanum vann liðið sigur 77-63 og fékk Powerade-bikarinn í hendurnar eftir leikinn. Haukar eru með ungt og skemmtilegt lið og greinilegt að framtíðin í Hafnarfirðinum er ansi björt ef áfram verður haldið rétt á spöðunum. Keisha Tardy átti stórleik fyrir Hauka, gerði 28 stig, átti 24 fráköst og fimm stoðsendingar. Helena Sverrisdóttir skoraði tuttugu stig og átti fjórtán fráköst. Hjá Keflavík var Birna Valgarðsdóttir stigahæst með tuttugu stig. "Við misstum einbeitinguna í seinni hálfleik og þar af leiðandi misstum við þær of langt fram úr. Hittnin var ekki nægilega góð hjá okkur í seinni hálfleik, við fengum galopin skot sem voru bara ekki að detta. Engu að síður vorum við að spila vel næstum allan fyrri hálfleik en þegar tvö góð lið eru að spila þarf að halda haus allan leikinn. Baráttan var fín hjá okkur en því miður náðum við ekki að hanga í þeim. Haukar eru skrefinu á undan eins og er en við ætlum að laga leik okkar og ná að sigra þær í næstu viðureign," sagði Sverrir Þór Sverrison, þjálfari Keflavíkur. Dominos-deild kvenna Innlendar Íþróttir Íslenski körfuboltinn Mest lesið Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Sport Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Körfubolti Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Handbolti Fleiri fréttir Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ „Held að fólk ætti bara að fara virða okkur“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Varsjáarvíti í uppbótartíma tryggði Brann stig í Íslendingaslag Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja „Ísland í betra formi en við höfum sýnt“ Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Fiorentina sagt hafa hafnað tilboði Juventus í Albert Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Liverpool þénaði meira en Manchester United í fyrsta sinn Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Big Ben í kvöld: Heimir Guðjóns og Steini Arndal Sjá meira
"Við virðumst loksins hafa náð ágætis tökum á Keflavíkurliðinu. Við getum alveg spilað betur en við gerðum í þessum leik en þetta dugði. Það er allt í blóma hjá okkur og öll umgjörð eiginlega eins góð og hún getur orðið. Við höfum öðlast mikla reynslu á skömmum tíma og þátttaka okkar í Evrópukeppninni hefur haft sitt að segja," sagði Helena Sverrisdóttir, leikmaður Hauka, eftir að liðið hafði tryggt sér sigur í fyrirtækjabikar KKÍ 2005 með því að leggja Keflavík að velli í skemmtilegum úrslitaleik í Digranesi. Mikið jafnræði var með liðunum stærstan hluta leiksins og liðin skiptust á að hafa forystuna í fyrri hálfleik en Haukastúlkur höfðu tveggja stiga forskot 35-33 þegar gengið var til búningsherbergja. Í seinni hálfleiknum fór síðan að skilja á milli og Haukar náðu tökum á leiknum, voru þremur stigum yfir eftir þriðja leikhluta og voru síðan mun betri í þeim síðasta. Á endanum vann liðið sigur 77-63 og fékk Powerade-bikarinn í hendurnar eftir leikinn. Haukar eru með ungt og skemmtilegt lið og greinilegt að framtíðin í Hafnarfirðinum er ansi björt ef áfram verður haldið rétt á spöðunum. Keisha Tardy átti stórleik fyrir Hauka, gerði 28 stig, átti 24 fráköst og fimm stoðsendingar. Helena Sverrisdóttir skoraði tuttugu stig og átti fjórtán fráköst. Hjá Keflavík var Birna Valgarðsdóttir stigahæst með tuttugu stig. "Við misstum einbeitinguna í seinni hálfleik og þar af leiðandi misstum við þær of langt fram úr. Hittnin var ekki nægilega góð hjá okkur í seinni hálfleik, við fengum galopin skot sem voru bara ekki að detta. Engu að síður vorum við að spila vel næstum allan fyrri hálfleik en þegar tvö góð lið eru að spila þarf að halda haus allan leikinn. Baráttan var fín hjá okkur en því miður náðum við ekki að hanga í þeim. Haukar eru skrefinu á undan eins og er en við ætlum að laga leik okkar og ná að sigra þær í næstu viðureign," sagði Sverrir Þór Sverrison, þjálfari Keflavíkur.
Dominos-deild kvenna Innlendar Íþróttir Íslenski körfuboltinn Mest lesið Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Sport Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Körfubolti Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Handbolti Fleiri fréttir Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ „Held að fólk ætti bara að fara virða okkur“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Varsjáarvíti í uppbótartíma tryggði Brann stig í Íslendingaslag Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja „Ísland í betra formi en við höfum sýnt“ Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Fiorentina sagt hafa hafnað tilboði Juventus í Albert Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Liverpool þénaði meira en Manchester United í fyrsta sinn Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Big Ben í kvöld: Heimir Guðjóns og Steini Arndal Sjá meira