Innlent

Hafna þúsund umsóknum

Nær fimmta hverjum umsækjanda um skólavist í Háskólanum á Akureyri var vísað frá í haust, 127 af 552 umsækjendum. Þetta kemur fram í svari menntamálaráðherra við fyrirspurn Björgvins G. Sigurðssonar, þingmanns Samfylkingarinnar.

Kennaraháskólinn hafnaði 690 umsóknum af 1.071 í grunnnám og 124 af 324 í framhaldsnám. Háskóli Íslands hafnaði 48 umsóknum og alls fengu því um 1.000 umsækjendur ekki skólavist. Björgvin telur að vegna fjárskorts sé verið að reisa þröskulda, einkum fyrir fullorðið fólk, sem hefja vill nám á háskólastigi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×