Innlent

Stýra þarf gæðaþróun

Land­læknis­­¿em­bætt­ið hefur aug­lýst lausa til umsóknar stöðu verkefnis­stjóra gæða­þróun­ar. Megin­hlut­verk verk­efnis­­stjór­ans er sagt vera að efla gæði í heil­brigðis­þjón­ustu út frá eftir­lits­­hlut­verki embættis­ins í sam­starfi við aðra.

Í starfslýsingunni er, að því er fram kemur hjá Landlækni, eftirlit með starfsemi stofnana, starfi og starfs­að­stöðu heil­brigðis­stétta og mat á árangri heil­brigðis­þjón­ust­unnar; samstarf við stofn­anir og fag­aðila til að stuðla að auknu öryggi sjúklinga og við gerð leiðbeininga um meðferð og þjónustu. Sækja má um starfið fram til þriðju­dagsins 10. janúar næst­kom­andi, en ráða á í starfið frá 1. febrúar 2006.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×