Egeland tekur sér frí 8. desember 2005 16:00 Tom Egeland Velgegni skáldsögunnar Við enda hringsins eftir norska rithöfundinn Tom Egeland hefur orðið til þess að hann getur tekið sér árs frí frá starfi sínu sem fréttastjóri sjónvarpsstöðvarinnar TV2 í Noregi og mun því einbeita sér að ritstörfum á næstunni. Við enda hringsins kom út í íslenskri þýðingu fyrir skömmu. Hún þykir minna um margt á Da Vinci lykilinn eftir Dan Brown en Egeland skrifaði hana tveimur árum áður en Da Vinci lykillinn kom út. Í kjölfar gríðarlegra vinsælda Da Vinci lykilsins beindust augu heimsbyggðarinnar að bók Egelands sem hefur í kjölfarið verið gefin út í fjölmörgum löndum og selst meðal annars eins og heitar lummur á Ítalíu um þessar mundir. Tekjur Egelands af ritstörfum eru því orðnar hærri en laun hans hjá TV2 og hann ætlar því að taka sér langþráð frí. "Það er mjög ánægjulegt fyrir mig eftir að hafa verið bæði rithöfundur og blaðamaður í 25 ár að geta loksins helgað mig ritstörfum eingöngu " Á næsta ári fer sjónvarpsþáttaröð í loftið sem byggir á einni af sakamálasögum Egelands en hann er á kafi í handritsvinnu þessa dagana. "Þetta er erfitt og allt öðruvísi en að skrifa bók. Það þarf auðvitað heilmikið að skera niður til þess að geta komið 500 blaðsíðna bók fyrir í 100 síðna handriti." Þar fyrir utan vinnur Egeland nú að framhaldi Við enda hringsins en hann sótti efnið í þá bók meðal annars til Íslands þegar hann sótti landið heim í síðasta mánuði en Snorri Sturluson mun koma nokkuð við sögu. "Þetta er óbeint framhald af Við enda hringsins en ráðgátan í bókinni er á svipuðum nótum og þar," segir Egeland, sem ætlar því ekki að segja skilið við fornleifafræðinginn Björn Belto sem komst í hann krappann í Við enda hringsins. Menning Mest lesið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Fleiri fréttir Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Sjá meira
Velgegni skáldsögunnar Við enda hringsins eftir norska rithöfundinn Tom Egeland hefur orðið til þess að hann getur tekið sér árs frí frá starfi sínu sem fréttastjóri sjónvarpsstöðvarinnar TV2 í Noregi og mun því einbeita sér að ritstörfum á næstunni. Við enda hringsins kom út í íslenskri þýðingu fyrir skömmu. Hún þykir minna um margt á Da Vinci lykilinn eftir Dan Brown en Egeland skrifaði hana tveimur árum áður en Da Vinci lykillinn kom út. Í kjölfar gríðarlegra vinsælda Da Vinci lykilsins beindust augu heimsbyggðarinnar að bók Egelands sem hefur í kjölfarið verið gefin út í fjölmörgum löndum og selst meðal annars eins og heitar lummur á Ítalíu um þessar mundir. Tekjur Egelands af ritstörfum eru því orðnar hærri en laun hans hjá TV2 og hann ætlar því að taka sér langþráð frí. "Það er mjög ánægjulegt fyrir mig eftir að hafa verið bæði rithöfundur og blaðamaður í 25 ár að geta loksins helgað mig ritstörfum eingöngu " Á næsta ári fer sjónvarpsþáttaröð í loftið sem byggir á einni af sakamálasögum Egelands en hann er á kafi í handritsvinnu þessa dagana. "Þetta er erfitt og allt öðruvísi en að skrifa bók. Það þarf auðvitað heilmikið að skera niður til þess að geta komið 500 blaðsíðna bók fyrir í 100 síðna handriti." Þar fyrir utan vinnur Egeland nú að framhaldi Við enda hringsins en hann sótti efnið í þá bók meðal annars til Íslands þegar hann sótti landið heim í síðasta mánuði en Snorri Sturluson mun koma nokkuð við sögu. "Þetta er óbeint framhald af Við enda hringsins en ráðgátan í bókinni er á svipuðum nótum og þar," segir Egeland, sem ætlar því ekki að segja skilið við fornleifafræðinginn Björn Belto sem komst í hann krappann í Við enda hringsins.
Menning Mest lesið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Fleiri fréttir Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Sjá meira