Sjávarskart Herdísar 5. desember 2005 07:00 Sjávarskart. Fallegt sett með armbandi, hálsmeni og belti í gulum lit. Herdís Egilsdóttir er sennilega þekktust fyrir skrif sín um ýmsar persónur eins og litla Pappírs Pésa og Skessuna í fjallinu. Hún á þó nóg annað í pokahorninu og hefur til dæmis verið að dunda sér við að hanna dásamlega flotta skartgripi sem hressa upp á hvaða flík sem er. @Mynd -FoMed 6,5p CP:armbönd Hún notar laxaroð, hlýra og nílarkarfa í skartgripina sem eru sérlega glæsilegir. "Alla mína ævi hef ég verið viðkvæm fyrir efni til að hanna úr. Mátti aldrei sjá spýtu eða spotta án þess að langa til að búa eitthvað til úr því," segir Herdís kát. Hún hannar armbönd, hálsmen og belti úr roði og myndu munirnir sóma sér vel í flottri hönnunarbúð en Herdís selur þó vörurnar ekki í búðum. "Mörg síðustu ár hef ég verið hrifin af leðri en nú er ég komin í roðið. Ég kalla þetta Sjávarskart og hanna hvern skartgrip fyrir sig svo það eru engir tveir eins. Ég sel þá bara sjálf og vil ekkert setja þetta í búðir, þetta er svo persónulegt. Fólk getur bara sett sig í samband við mig ef það hefur áhuga á vörunum, ég á alltaf svolítinn lager og er líka alltaf til í að búa til nýtt." @Mynd -FoMed 6,5p CP:glæsilegt Skartið er afar hentugt til að hressa upp á einlitar og venjulegar flíkur. Herdís vinnur með roð af laxi, hlýra og nílarkarfa og segir stóra kostinn við roðið vera að það sé svo létt. "Þetta mega vel vera stórir gripir því maður finnur ekki fyrir þessu. Auk þess er það kostur við svona náttúruleg efni að maður svitnar ekki undan þeim, eins og plastinu til dæmis. Skartið sjálft er unnið úr laxi því hann er svo sterkur og svo fóðra ég með hlýranum sem er mýkri." @Mynd -FoMed 6,5p CP:Herdís egilsdóttir Hefur hannað dásamlega skartgripi sem hún kallar Sjávarskart. Hún hefur þó ekki gefið skriftirnar upp á bátinn og gaf nýlega út barnabókina Draumar Marglyttunnar. "Í stuttu máli sagt er þetta ævintýri fyrir börn á öllum aldri. Þarna fer fram barátta góðs og ills í hafinu og er bókin myndskreytt af Erlu Sigurðardóttir sem gerði fyrir mig yndislegar myndir. Ég virðist vera öll í sjónum. Það er líka gaman að segja frá því að ég er alin upp við sjóinn. Ég bjó á Húsavík á yngri árum og lék mér í fjörunni svo ég hef ekki langt að sækja þennan sjávaráhuga." Þeir sem hafa áhuga á að vita meira um hönnun Herdísar geta sent póst á netfangið lifsleikni@lifsleikni.is. Menning Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Sjá meira
Herdís Egilsdóttir er sennilega þekktust fyrir skrif sín um ýmsar persónur eins og litla Pappírs Pésa og Skessuna í fjallinu. Hún á þó nóg annað í pokahorninu og hefur til dæmis verið að dunda sér við að hanna dásamlega flotta skartgripi sem hressa upp á hvaða flík sem er. @Mynd -FoMed 6,5p CP:armbönd Hún notar laxaroð, hlýra og nílarkarfa í skartgripina sem eru sérlega glæsilegir. "Alla mína ævi hef ég verið viðkvæm fyrir efni til að hanna úr. Mátti aldrei sjá spýtu eða spotta án þess að langa til að búa eitthvað til úr því," segir Herdís kát. Hún hannar armbönd, hálsmen og belti úr roði og myndu munirnir sóma sér vel í flottri hönnunarbúð en Herdís selur þó vörurnar ekki í búðum. "Mörg síðustu ár hef ég verið hrifin af leðri en nú er ég komin í roðið. Ég kalla þetta Sjávarskart og hanna hvern skartgrip fyrir sig svo það eru engir tveir eins. Ég sel þá bara sjálf og vil ekkert setja þetta í búðir, þetta er svo persónulegt. Fólk getur bara sett sig í samband við mig ef það hefur áhuga á vörunum, ég á alltaf svolítinn lager og er líka alltaf til í að búa til nýtt." @Mynd -FoMed 6,5p CP:glæsilegt Skartið er afar hentugt til að hressa upp á einlitar og venjulegar flíkur. Herdís vinnur með roð af laxi, hlýra og nílarkarfa og segir stóra kostinn við roðið vera að það sé svo létt. "Þetta mega vel vera stórir gripir því maður finnur ekki fyrir þessu. Auk þess er það kostur við svona náttúruleg efni að maður svitnar ekki undan þeim, eins og plastinu til dæmis. Skartið sjálft er unnið úr laxi því hann er svo sterkur og svo fóðra ég með hlýranum sem er mýkri." @Mynd -FoMed 6,5p CP:Herdís egilsdóttir Hefur hannað dásamlega skartgripi sem hún kallar Sjávarskart. Hún hefur þó ekki gefið skriftirnar upp á bátinn og gaf nýlega út barnabókina Draumar Marglyttunnar. "Í stuttu máli sagt er þetta ævintýri fyrir börn á öllum aldri. Þarna fer fram barátta góðs og ills í hafinu og er bókin myndskreytt af Erlu Sigurðardóttir sem gerði fyrir mig yndislegar myndir. Ég virðist vera öll í sjónum. Það er líka gaman að segja frá því að ég er alin upp við sjóinn. Ég bjó á Húsavík á yngri árum og lék mér í fjörunni svo ég hef ekki langt að sækja þennan sjávaráhuga." Þeir sem hafa áhuga á að vita meira um hönnun Herdísar geta sent póst á netfangið lifsleikni@lifsleikni.is.
Menning Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Sjá meira