Erlent

Öryggisverðir farnir í verkfall

Lausafjárskortur gæti orðið í stærstu borgum Svíþjóðar um helgina þar sem öryggisverðir sem annast peningaflutninga ætla að leggja niður störf þar til öryggi þeirra verður tryggt. Óttast er að hraðbankar tæmist jafnvel strax í dag.

Verðirnir ákváðu þetta eftir peningum var rænt úr peningaflutningabíl í grennd við Gautaborg í fyrradag en tveir öryggisverðir slösuðust nokkuð þegar ræningjarnir sprengdu bílinn. Ræningjarnir eru ófundnir þrátt fyrir ákafa leit sænsku lögreglunnar í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×