Erlent

Kókaín fyrir tvo milljarða

Lögregla í Mosjøen í Norður-Noregi gerði í gær upptæk 190 kíló af kókaíni í suður-ameríska skipinu Crusader. 25 skipverjar voru handteknir en ekki er vitað hverjir þeirra komu fíkniefnunum fyrir. Auk kókaínsins flutti Crusader súrál til álbræðslu Elkem í firðinum.

Aldrei hefur fundist slíkt magn af kókaíni í landinu áður en að sögn norska ríkisútvarpsins er verðmæti þess er tveir milljarðar íslenskra króna. Talið er ólíklegt að efnin hafi átt að selja í Noregi heldur á öðrum áfangastöðum skipsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×