Innlent

Stefnir í verkfall annað kvöld

MYND/Vísir
Viðræður um nýjan kjarasamning starfsmanna Akranesbæjar eru á viðkvæmu stigi segir Valdimar Þorvaldsson, formaður Starfsmannafélags Akraness. Hann vildi ekkert tjá sig frekar um gang viðræðna en sagðist enn halda í vonina um að það tækist að afstýra verkfalli. Ef samningar nást ekki hefja félagar í Starfsmannafélagi Akraness verkfall á miðnætti annað kvöld.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×